Olíuhreinsun með Europa Filter

Fyrirbyggjandi viðhald og sparnaður

Europa Filter olíuhreinsibúnaður hefur á undanförnum árum sannað sig sem einn besti hreinsibúnaður sem völ er á til hreinsunar á hvers konar olíum. Fyrst í stað var fyrst og fremst horft til hreinsunar á glussaolíu en með tímanum hefur notkun hans verið þróuð til hreinsunar á brennsluolíu, smurolíu og spennaolíu.

Europa Filter olíuhreinsikerfin eru svokölluð "By Pass" kerfi þar kerfið samanstendur af sérstæðri dælu, síuhúsum og tilheyrandi fylgibúnaði.

Hárpípukraftur er grunnurinn að baki þeirri tækni sem Europa Filter byggir á og pappírsfilterarnir sem eru í síuhúsunum geta tekið í sig um 2,5 kg. Af föstum óhreinindum og um 3 lítra af vatni. Þessi tvíþætti eiginleiki síanna, að geta tekið í sig bæði vatn og föst óhreinindi, er einstakur auk þess sem fínleiki fastra agna sem sían hreinsar er niður í 0,1 mikrón.

Mergi ehf. í Hafnarfirði flytur inn og selur Europa Filter olíuhreinsikerfin og eru þau fáanleg í þremur stærðum og tveimur útfærslum. Kerfin geta verið með frá einu upp í þrjú síuhús og fer það eftir tegund olíu og magni sem hreinsa á hversu stórt kerfi þarf til hreinsunar. Hægt er að fá kerfin í einfaldri útfærslu en þá samanstanda þau af síuhúsum, dælu, fittings, þrýstimæli og sjónglasi og hinsvegar er hægt að fá kerfin afhent með áðurnefndum búnaði ásamt rafrænum rennslismæli sem sýnir rennsli á mínútu, heildar magn sem hreinsað hefur verið og er útbúið aðvörun fyrir hámarks og lágmarks rennsli sem einnig má tengja inn á aðvörunarkerfi skipsins.

Mikilvægi olíuhreinsunar
Það skiptir afar miklu máli að geta hreinsað fastar agnir úr olíunni niður í svo smátt. Samkvæmt rannsóknum á notaðri olíu eru 90% fastra agna í henni undir 5 míkrón og 70% agnanna eru smærri en 1 míkrón. Europa Filter nær því að hreinsa burt um 96% allra agna sem finna má í olíu en engar sambærilegar síur á markaðnum ná slíkri hreinsun.

Við notkun vill olía oxiderast en slíkt gerist ekki nema að hún innihaldi vatn eða föst óhreinindi, stærri en 0,3 míkrón. Þessa orsakavaldi oxunar fjarlægir Europa Filter olíuhreinsikerfið og kemur því í veg fyrir að olían oxiderist.

Engum blöðum er um það að flétta hversu mikilvæg hreinsun olíunnar er til varnar sliti núningsflata. Sagt er að rekja megi 85% allra bilana í glussakerfum til ohreininda í olíu og samkvæmt því sem SKF leguframleiðandinn gefur upp þá lækkar líftími lega um helming ef aðeins einn hudraðasti vatns (100 ppm) er að finna í olíunni. Þá er athyglisvert að skoða að í nýrri glussaolíu eru fastar agnir yfir 5 míkrón að stærð yfir 100 þúsund í hverjum 100 ml. Vísindalegar rannsóknir sem gerðar hafa verið af viðurkenndum rannsóknarstofum sanna að eftir hreinsun nýrrar glussaolíu með Europa Filter er fjöldi fastra agna kominn niður fyrir 1000.

Smurolíuuhreinsun með Europa Filter
Eftir því sem sem Europa Filter hefur sannað sig betur á markaðnum sem einstakt kerfi til olíuhreinsunar hafa augu mann beinst frekar að hreinsun smurolíu með kerfinu. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar sem sannað hafa ótvírætt hvaða árangri má ná við hreinsun smurolíu. Ending smurolíunnar margfaldast og slit núningsflata minnkar og þar með minnkar viðhaldskostnaður.

Sænskt Ferjufyrirtæki gerði tilraun með smurolíuhreinsun á einu skipa sinni og komast að raun um að smurolíunotkun minnkaði um 75% vegna hreinsunar með Europa Filter. Það var árið 1998 sem kerfið var sett upp til smurolíuhreinsunar hjá þeim og síðan er búið að keyra vélina rúma 30.000 án smurolíuskipta og samkvæmt rannsóknum á olíunni er hún ennþá í góðu ástandi.

Annað skip sem verið hefur með Europa Filter til smurolíuhreinsunar á aðalvél undir eftirliti Europa Filter hefur nú ver ið keyrð í 10.500 klst. án smurolíuskipta en áður var skipt um smurolíu á vélinni á 250 klst. fresti.

Góður árangur í Sunnu SI
Vandamál hafa verið undanfarin ár með aðalvél Sunnu SI, vegna lakkmyndunar og slits í legum vélarinnar. Fyrir rúmlega einu og hálfu ári ákvað útgerð Sunnu að gera tilraun með að setja Europa Filter olíuhreinsikerfi á vélina en jafnframt var tekið til við að blanda Mergi brennsluhvata í eldsneytið, samhliða fleiru. Árangur hefur verið sá að lakkmyndun hefur stöðvast og auk þess þá hefur ekki orðið vart við slit í legum sem áður var talsvert vandamál.

Hundruð þúsunda sparnaður á ári með hreinsun smurolíu?
Ljóst er að ná má miklum beinum sparnaði með hreinsum smurolíu auk þess mikla sparnaðar sem hlýst af minna sliti núningsflata.

Ef litið er t.d. á smurolíukostnað við rekstur hraðgengrar vélar, um 1000 kw að stærð, sést að spara má hundruð þúsunda á ári með smurolíhreinsun. Ef tekið er dæmi um slíkt sést að slík vél keyrir með 250 lítra af fjölþykktarolíu og kostar áfyllingin um 41.000 krónur. Skipt er um olíuna eftir hverjar 500 klst og ef reiknað er með að vélin sé keyrð 4000 klst á ári er olíunotkunin 2000 lítrar á ári og kostnaðurinn um 330.000 krónur.

Ef settur væri upp Europa Filter olíhreinsibúnaður við áðurnefnda vél má reikna með að kostnaður við síun olíunnar á sama tímabili væri um 50.000 krónur. Hreinsun smurolíu á slíkri vél myndi því spara um 280.000 krónur á ári í smurolíukostnað auk þess ómælda sparnaðar sem hreinni olía og því minna slit núningsflata hefur í för með sér.

Grímur Gíslason