Grein sem var skrifuð í skrúfuna sem er blað Vélskólanema. En greinin fjallar um virkni brennsluhvatans MERGI.

Grein í Skrúfuna 2004

Brennsluhvatinn Mergi

Íslendingar nota mikið af orku, raforku frá fallvatnsvirkjunum, varmaorku frá hitaveitum og orku í formi jarðeldsneytis. Jarðeldsneyti sem er notuð er svartolía, gasolíu, bensín og steinolía. Þessi grein fjallar um brennsluhvatann Mergi og hvernig hann getur hjálpað til með að nýta betur jarðeldsneyti

Í dag er olíuverð óvenju hátt a.m.k miðað við það sem við höfum átt að venjast s.l 15 ár. Langmest notkun á jarðeldsneyti á Íslandi er í gasolíu. Stærsti notandi á gasolíu er fiskiskipafloti landsmanna.

Hægt er að taka togara sem dæmi en þeir eru að nota frá 1,5 til 3,0 milljón lítra af gasolíu á ári sem kostar á bilinu 51 til 102 milljónir króna. Þetta er ótrúlegt en satt, en olíureikningurinn getur farið yfir 100 milljónir króna á ári á einum togara!

Kosturinn við að nota brennsluhvatan Mergi er að hann nýtir eldsneytið betur þ.e.a.s vélin notar færi grömm af olíu fyrir hverja kWh og er með minni mengun í útblæstri. Einnig kemur Mergi mjög vel út varðandi brennslu í kötlum.



MERGI er lífrænn brennsluhvati, sem við blöndun í olíu, breytir eiginleikum olíunnar þannig að brennsluhæfni eykst og þar af leiðandi auðveldar bruna þar sem CVI tala eldneytisins batnar. MERGI er blandað í hlutfölunum 1: 4000 og eyðist hann algjörlega í brunaferlinu.

Sem íblöndunarefni þá tvístrar Mergi límkenndum mólikúl klösum og kemur í veg fyrir að þeir myndist á ný.

MERGI er skráð hjá Alþjóðlegu sænsku Efnafræðistofnunni (Swedish National Chemical Inspectorate). Mergi er stöðugt prófað hjá Swedish National Testing and Research Institute, SP.

Skýrsla frá Det Norske Veritas
Eftirfarandi súlurit er útdráttur frá Veritas skýrslu No 85-6115 sem sýnir niðurstöður mælinga á eldsneytiseyðslu um borð í M/T “VINGA”.

Mælingar voru gerðar í þrem hlutum. MERGI var blandað í eldsneytið í hluta tvö. Mælingar 1. og 3. innihalda engan brennsluhvata.

Skýrslunni lýkur á þeim niðurstöðum að eyðsla á áshestaflstund hafi minnkað um 6,5 grömm sem samsvara 4% þegar MERGI var blandað í eldsneytisolíuna.



Skýrsla frá Fueltech Production A/S
Í samanburðar rannsóknum á diesel olíu með eða án MERGI, sýndi Fueltech Production A/S of Arendal, Norway fram á að Mergi hafði mjög jákvæð áhrif á brennslueiginleika eldsneytis.

CVI - "Combustion Velocity Index” – segir til um brennslueiginleika eldsneytis. Þessi kennistærð er reiknuð hlutfall á því hvað brunaþrýstingur fellur 15 millisekúndum eftir hámarksþrýsting meðan á bruna stendur

Fueltech lýkur skýrslunni með því að segja að sýni 3. hafi verulega betri brennslueiginleika en sýni 2.



Skýrsla frá Marintek
Norwegian Marine Technology Research Institute A/S - Marintek – sýnir í samanburðar rannsóknum að MERGI hefur sýnilega jákvæð áhrif á kveikidátímann þegar kveiking verður.

Kveikidátími – Sá tími sem líður frá upphafi kveikingar og þar til raunverulegur bruni hefst. Takmarkið er að fá dátímann eins lágan og mögulegt er.

Könnun á áhrifum brennsluhvatans MERGI á kveikingu og bruna á þungaolíu var framkvæmd með svokölluðu sprengiprófi. Eldsneytið sem notað var blanda af 50% Vistar og 50% Heavy Cycle Oil.

Meðaltals lækkun á kveikidátíma er um 8,8% sem leiðir til fullkomnari bruna.



Prófun á MERGI um borð í m/t Esso Slagen
Samkvæmt beiðni frá Norwegian Esso A/S og Renergi A/S (MERGI) var framkvæmd samanburðar prófun þar sem notað var eldsneyti sem var bæði blandað MERGi og án MERGI. Tilgangurinn var að mæla innihald fastra sótagna og olíueyðslu.



M/t Esso Slagen er með tvær velar af gerðinni 12 PC 2V Lindholmen-s.e.m.t Pielstick og hver framleiðir 5040 áshestöfl. Eldsneytið var þunga olía IF-180.

Sótmælingin var framkvæmd með Bosch sót dælu og skráningartæki. Eldsneytiseyðsla var mæld með Seatron Ekonometer og aflið á skrúfuás var skráð með Maritek Telimetri-equipment.

Mælingarnar gáfu eftirfarandi meðaltalsútreikninga.
 

Eldsneytiseyðsla   Sótagnir  
Áshestafl Minnkun, % Áshestafl Minnkun, %
7500 3.38 7500 14.9
6500 7.37 6500 31.2
5500 9.43 5500 28.7

 


Jákvæð áhrif í vélinni:
A. Minna sót í afgasi
B. Hreinni afgasketill
C. Hreinni afgasblásari
D. Hreinni afgasport, ventlar og afgasgöng.
E. Minni kox myndun á stimpilhringjum, brunahólfi og dýsum.



Afleiðing:
· Minna viðhald og notkun á varahlutum.
· Minna viðhald með lengri keyrslutíma á upptekta.
· Minna um óvænt stopp.
· Hreinna smurolíukerfi.

Mergi virkar einnig á bifreiðar eins og eftirfarandi línurit sýnir, en þarna var um leigubílastöð að ræða sem notaði sinn eigin áfyllingartank og bílstjórar vissu ekki um þessa rannsókn á meðan hún gekk yfir.



Mergi kemur einnig vel út varðandi brennslu í kötlum eins og mælingar hjá ÅFAB í Svíþjóð sýna:

 

 

 

  Án Mergi Með Mergi Breyting
Afgashiti 165°C 142°C -13,9%
CO2 10,5 8,6 -18,1%
CO 69 <5 -93%
02 10,2 12 +17,7%


Hvers vegna á að nota Mergi?
Mergi skilar eldsneytissparnaði (gr./kWh) sem getur numið 2 til 4 milljónum króna á ári fyrir hvern togara. Með notkun Mergi dregur verulega úr mengun, minna sót, minna CO, minna CO2 og minna NOX.

Samkvæmt rannsóknum hjá Wroclaw University of Technology í Pólandi þá er hægt að tala um 30% á CO, 6% á CO2, 30% á HC og 4% á NOX en þetta hlutfall breytist í samræmi við álag á vél. Vegna betri brennslu og minna sóts er brunahólf véla mun hreinna en ella sem þýðir að hægt er að lengja á milli upptekta á strokklokum og stimplum og þar með minnka viðhaldkostnað.

Góður árangur hefur verið með notkun Mergi á Íslandi og flestir þeir sem byrja að nota Mergi geta ekki án þess verið og margar sögur eru til um útgerðarmenn sem nota Mergi á skipin sín, jeppann, skemmtibátinn og sláttur vélinna.

Hafnarfjörður 4. nóvember 2004.

Þorleifur Gíslason vélfræðingur sölu- og markaðsstjóri Mergi ehf

Gunnar Sæmundsson véltæknifræðingur framkvæmdastóri Mergi ehf